Stjórnarmenn Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, formaður, og Sigurður H Sigurðarson, meðstjórnandi, fóru á vinnuráðstefnu um slag í Slóvaníu í boði SAFE (Stroke Alliance For Europe) daganna 24-27 nóvember sl.. Heilaheillum stendur til boða að gerast meðlimur samtakanna og er þá félagið komið í alþjóðleg samtök. Er það mat þeirra er sóttu ráðstefnuna að það sé meiri “slagkraftur” í fyrirbyggjandi aðgerðum félaganna sjálfra gagnvart slagi í löndunum innan samtakanna en utan. Verður gerð frekari grein fyrir ráðstefnunni á fundi félagsins laugrdaginn 3. desember n.k. og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka með sér gesti.