
Góður gangur í Heilakaffifundum HEILAHEILLA í Turninum, veisluturninum í Kópavogi, á þriðjudögum, sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir þá sem hafa orðið fyrir slagi og þurfa á framhaldsendurhæfingu að halda. Þarna eru þeir er hafa orðið fyrir gaumstoli, málstoli, verkstoli o.s.frv. og eru allir velkomnir á þessa fundi, sem eru frá kl.11:00-15:00 hvern þriðjudag. Margir góðir gestir hafa komið á þessa fundi og er það álit þátttakenda, að slíkir fundir séu mjög nauðsynlegir. Þá hafa komið upp hugmyndir um að hafa Heilakaffifund að kveldi fyrir sjúklinga og aðstandur frá kl.20:00 til 21:00, á þriðju- eða miðvikudagskvöldum, – fer eftir þátttöku. Hafið samband við 860 5585 ef þið hafið áhuga.