
Heilaheill á Norðurlandi hélt súpufund þriðjudaginn 18.1.2011. á veitingarhúsinu Greifanum. Fundinum hafði verið frestað um viku vegna mikilla snjóalaga í og utan Akureyrar. Það var vel mætt þótt mikill snjór væri enn í bænum. Næsti fundur verður á sama stað 8.2.2011. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga eða löngun til að taka þátt í starfi Heilaheilla á Norðurlandi.