Erlingur Gíslason, leikari, var sérlegur gestur fjölsótts laugardagsfundar HEILAHEILLA laugardaginn 5. febrúar 2011. En fyrst flutti formaður félagsins, Þórir Steingrímsson, sína reglulegu skýrslu og stöðu félagsins, sérstaklega um tengsl við Hjartaheill og Hjartavernd. Á undanförnum 3 árum hafa þessi tvö félög verið saman í ýmsu átaki er varðar forvarnir, má þar sérstaklega nefna Go Red-átakið og sýnd var upptaka af fyrirlesti Katrínar Júlíusdóttur, Iðnaðarráðherra [en hún er félagi í HEILAHEILL] er hún hélt í Hátíðarsal Háskóla Íslands á sl. ári sem framlag HEILAHEILLA í því átaki. Eftir gómsætt kaffi Kaffihópsins flutti Erlingur skemmtilegt erindi um stórskáldin Jónas Hallgrímsson, Jón Helgason og Halldór Kiljan Laxness. Sagði Erlingur frá sinni reynslu í tengslum við skáldin og las snilldarvel upp úr kvæðum þeirra við mikinn fögnuð fundarmanna.