
Hinn þjóðkunni útvarpsmaður Guðni Már Henningsson ræddi við hinn þjóðkunna ljósmyndara RAX [RagnarGuðna Axelsson] á Rás 2, sunnudaginn 6. febrúar og er hægt að hlust á brot úr því viðtali hér á heimasíðunni undir hnappnum ÚTVARP HEILAHEILLA. RAX er félagi HEILAHEILL og ræðir hann í viðtalinu um slagið er hann fékk. Guðni Már hefur lagt hönd áplóginn við ÚTVARP HEILAHEILLA og unnið þar gott starf með þeim Ingólfi Margeirssyni, rithöfundi, og Birgi Henningssyni, hljómlistamanni. Samtalið sannar að „Áfall er ekki endirinn“ og að „Þetta er ekki búið“.