GoRed fyrir konur á Íslandi bjóða öllum á konukvöld í Reykjavík og á Akureyri. Í Reykjavík verður hún haldin í Smáralind þann 17. febrúar frá 19:00-21:00 og á Akureyri 20. febrúar á Hótel KEA kl. 13:30-16:00.
Í Reykjavík verður tískusýning frá Debenhams í Smáralindinni, lifandi tónlist, tilboð, fræðsla, kynningar, blóðþrýstingsmælingar, sérfræðingar verða á staðnum – læknar og hjúkrunarfræðingar.
GoRed fyrir konur miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á þessum sjúkdómum. Mikilvægt er að upplýsa konur um fyrstu einkenni hjarta- og heilaæðasjúkdóma til að geta brugðist skjótt við. Enginn einstaklingur læknast af slíkum sjúkdómi – heldur lærir hann að lifa með honum. Margt af því sem vitað er um hjarta- og æðasjúkdóma byggist á rannsóknum sem gerðar hafa verið á karlmönnum. Færri konur eru þátttakendur í rannsóknum og ein stærsta rannsóknin til þessa sýndi að aðeins 20% birtra vísindagreina um hjarta- og æðasjúkdóma tóku sérstaklega til kvenna.
Víðtæk kynning, skemmtun og fræðslu hefur verið í Smáralind í Kópavogi frá og með 12. febrúar og nær átakið hámarki þann 17. febrúar en þá verður haldið konukvöld í Smáralind með ýmsum skemmtilegum uppákomum.
Á Akureyri verður einnig vegleg dagskrá á konudaginn þann 20. febrúar. Skipuleggjendur GoRed á Akureyri eru
FSA, Háskólinn á Akureyri, Hjarta og lungnastöðin Bjargi, Hjartavernd Norðurlands, Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og Hjartasjúkdómafélagið
13:30 -14:00 Heilsumælingar fyrir konur Hjúkrunarnemar Háskólans á Akureyri
14:00 -14:10 Fiðluleikur konu
14:10 -14:15 Opnun: Árún K. Sigurðardóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri
14:15 -14:40 Streita kvenna og lausnir gegn streitu – Sólveig Fríða Kjærnested, Sálfræðingur
14:40 -14:55 Reynslusaga konu – Þóra G. Sigurðardóttir, Hjúkrunarfræðingur
14:55 -15:10 Hreyfihlé – Kristveig Atladóttir, Sjúkraþjálfi
15:10 -15:20 Áhættuþættir hjartasjúkdóma kvenna Sólveig Pétursdóttir, Læknir
15:20 -15:50 Skemmtun leikur og söngur milli atriða í boði Jönu Maríu Guðmundsdóttur, Leikkonu
Í tilefni GoRed á Akureyri bjóða hjúkrunarnemar frá Háskólanum á Akureyri upp á heilsumælingar á Glerártorgi, föstudaginn 18. Febrúar kl 16-18 og laugardaginn 19. Febrúar kl 14-16.
Við hvetjum konur til að mæta rauðklæddar
Vissir þú að?
• …af 17.5 milljónum dauðsfalla á heimsvísu sem rekja má til hjarta- og æðasjúkdóma, létust 8.6 milljónir kvenna vegna þeirra.
• 53% íslenskra kvenna hreyfa sig ekki reglulega í frítíma sínum.
• 46% kvenna eru með kólesteról yfir æskilegum mörkum.
• 17% kvenna eru með háþrýsting.
• 18,9% íslenskra kvenna á aldrinum 40-49 ára reykja.
• Heilsa kvenna er oft miðuð út frá meðgöngu og ungbarnavernd og tekur því ekki sérstaklega til hjarta- og æðasjúkdóma.
Kenna konur sér slags, súrefnispurrðar, blóðfalls, blóðtappa eða blæðingar í heila við hjartatruflanir, þá:
Einkenni eru oft óljósari hjá konum en körlum þannig að greiningarferli og áhættumat vegna hjartaog æðasjúkdóma tefst oft hjá þeim. Konur eru líklegri en karlar til að látast eða hljóta varanlegan skaða vegna enduráfalls eða hjartabilunar.