Þau Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum ráðherra og verndari Go Red á Íslandi, Guðmundur Bjarnason, fyrrum ráðherra og formaður Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson og dr.Vilborg Sigurðardóttir, félagar Hjartaheilla fóru ásamt Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA í Stjórnaráðið og afhentu Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra merki átaksins, sem er rauður kjóll. Mikil dagskrá fór mjög vel fram í Vetrargarðinum, Smáralindinni, fimmtudaginn 17. febrúar 2011.
GoRed-átakið er alþjóðlegt langtímaverkefni á vegum World Heart Federation og hófst í Bandaríkjunum 2004 og er nú haldið víða um heiminn í febrúar. Framtak að fræða konur um að þær geta greinst með hjarta- og æðasjúkdóma engu síður en karlar. Einkenni þeirra eru óljósari en hjá körlum og þar af leiðandi eru þær í meiri áhættu. Að átakinu stóðu Hjartaheill, Heilaheill, Hjartavernd, Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga auk Lýðheilsustöð.