Kanilsnúðadagar IKEA voru haldnir í annað sinn 12.-13. febrúar sl. og tveggja manna lið frá fjórum bakaríum kepptu í kanilsnúðabakstri. Gestum var boðið að smakka á kanilsnúðunum og greiða atkvæði sitt með því að setja upphæð að eigin vali í bauk þeirra bakara sem gerðu besta snúðinn að þeirra mati. Það lið sem safnaði hæstu upphæðinni um helgina sigraði. Söfnunarféð, ásamt framlagi frá IKEA upp á sömu upphæð, rann svo til Heilaheilla sem vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa heilablóðfall Það var Mosfellsbakarí sem sigraði í annað sinn. Samtals söfnuðust 287.372 kr. og tvöfaldaði IKEA þá upphæð. Samtals fékk Heilaheill því afhentar 574.744 kr.. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, tók við þessari fjárhæð við athöfn og þakkaði fyrir hönd félagsins.
Hafliði Ragnarsson, “konfektverðlaunahafi” og eigandi Mosfellsbakarís er varð fyrir áfalli á s.l. ári, [sjá fréttir á RÚV 13.12.2010 hér] vann þessa keppni. Heilaheill þakkar honum og öllum þeim er stóðu að þessu átaki og sérstaklega IKEA. Á staðinn mætti RAX ljósmyndari [Ragnar Guðni Axelsson] félagi í HEILAHEILL og myndaði móttökuna fyrir Morgunblaðið. Skemtileg samsetning.