
Faðmur hélt góðan fund á á fimmtudagskvöldið 3. mars 2011 á Café Milanó, Faxafeni 11, (við hliðina á Partýbúðinni). Þarna hittist fjölskyldufólk er kynnst hefur slagi og gerðu með sér góða kvöldstund. Faðmur er sérstakur sjóður er styrkir foreldra er fengið hafa slag [súrefnisþurrð, blóðfall, blóðtappa eða blæðingu í heila] og eru með börn 18 ára og yngri á framfæri. Faðmur er ekki hugsaður sem framfærslusjóður, heldur til að styrkja börn, 18 ára og yngri, sem eiga foreldri sem fengið hefur slag. Faðmur leitast við að styrkja börn til íþróttaiðkunar, náms eða annarra tómstunda svo að líf þeirra verði fyrir sem minnstri röskun í kjölfar veikinda foreldris. Kristín Stefánsdóttir, er formaður sjóðsins og í stjórn með henni eru Birgir Henningsson og Ragna Þ Ragnarsdóttir. Kristín sagði að „Faðmur ætlar að halda svona fundi einu sinni í mánuði í vetur og gaman væri að sjá sem flesta á Café Milanó fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og eiga skemmtilega kvöldstund“ og brosti.