
Góður gangur hefur verið í viðræðum á milli stjórna HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA, um fast húsnæði og viðveru fyrir það fyrrnefnda í Síðumúla 6, 108 Reykjavík, þar sem það síðarnefnda er til húsa. Aukið samstarf á milli þessara félaga sl. 3 ár hefur kallað á óvefengjanleg samlegðaráhrif í forvarnarstarfi er varðar hjarta og æðasjúkdóma, í tengslum við slagsjúkdóma, [heilablóðfall] og það hefur sannað sig í t.d. alþjóðaátakinu GoRed.
Á næstu vikum verður skýrari mynd komin á starfsemi HEILAHEILLA við þessar breytingar og mun heimasíðan fylgjast vel með þróun mála og upplýsa lesendur um hana.