
Þeir Björn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson, hafa verið virkir félagar eftir sín áföll og hafa að undanförnu verið á hverjum föstudegi til staðar á Grensásdeild frá kl.14:00-16:00á vegum HEILAHEILLA. Þessi viðvera félagsins hefur mælst mjög vel fyrir, bæði meðal sjúklinga og ekki síður starfsfólks. Þeir sem hafa áhuga á stöðu sinni eftir meðferð á deildinni eða frá öðrum stöðum, geta leitað til þessara vaktmanna og aflað sér upplýsinga hjá þeim eða starfsfólksins. Eru allir þeir sem hafa orðið fyrir áfalli hvattir til að leita sér upplýsinga hjá þeim og fá sér kaffisopa á meðan. Áfall er ekki endirinn og þetta er ekki búið eru kjörorð félagsins.