
Heilakaffishóparnir eru fluttir á nýtt húsnæði að Síðumúla 6, 108 Reykjavík sem er í eigu SÍBS. Aukið samstarf er á milli Hjartaheilla og Heilaheilla, m.a. um GoRed-átakið og hefur verið kallað HHH-hópurinn [Hjartaheill+Heilaheill+Hjartavernd]. Hjartaheill er í sama húsnæði og leiðir samvinna þessara félaga til samvinnu er líkist erlendum samtökum, s.s. „Heart and Stroke Foundation“ o.s.frv. Þetta er einnig einn liður í þáttöku HEILAHEILLA í SAFE [Stroke Alliances For Europe] og er horft fram á veginn í þeim efnum.