Á málþingi HEILAHEILLA er haldið var í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, laugardaginn 21. október s.l undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!” og notuðu sérfræðingar það er þeir töluðu, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi, talmeinafræðingar. Ýmisst var orðið heilablóðfall, slag eða heilaslag notað yfir áfallið. Þetta var skemmtileg umræða og gerðu menn gaman að. Kom út á eitt fyrir þá sem hlustuðu hvaða orð voru notuð, sem vörpuðu þó ljósi á þá greiningu sem hver sérfæðingur hafði á áfallinu, er gaf þátttakendum enn betri innsýn við hvað hver átti og hvernig sjúkdómurinn birtist hverju sinni.