
HEILAHEILL hélt sinn reglulega laugardagsfund í nýja húsnæðinu að Síðumúla 6, 108 Reykjavík fyrir fullu húsi, við góðar viðtökur fundarmanna. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu um stöðu félagsins, um nýja húsnæðið og tengsl félagsins við HJARTAHEILL Þá voru sýndar kvikmyndir um RAX ljósmyndara og síðan kom Gunnhildur Gyða Axelsdóttir og kynnti starfsemi Vinunnar. Kaffihópurinn hélt á sínu eins og vanalega og góðar kaffiveitingar voru í boði.