Fundarmenn voru kátir á fund HEILAHEILLARÁÐSINS að Síðumúla 6 105 Reykjavík. Formaður greindi frá og gaf skýrslu um stöðu og starf félagsins og tengsl þess við HJARTAHEILL. Í ljósi þeirrar þróunar er hefur verið innan félagsins á undanförnum árum og m.a. í breyttri húsnæðisaðstöðu, þá hefur komið hefur fram í umræðunni að þörf sé á að félagið láti meira að sér kveða, jafnt innan sem utan velferðarkerfisins. Það er mikilvægt að hafa í huga, að þó svo að heilbrigðiskerfið telji sig ekki hafa burði, bæði stjórnsýslulega eða fjárhagslega, að ljúka endurhæfingu slagþolenda til atvinnu, þá eru því miður sóknarfæri félagsins fólgin í þeim veikleikum. Þá skapast möguleikar fyrir félagið að taka að sér ýmsa þætti sem yfirvöld telja sig ekki hafa efnahagslega burði til að sinna s.s. er varðar viðhaldsendurhæfingu o.s.frv..
Meginstarfsemi félagsins fer fram í eftirfarandi þáttum:
Stjórnarfundir – tilfallandi, u.þ.b. 8-10 á ári.
Heilaheillaráðið – 1-2 á ári
Aðalfundir – árlegir
Laugardagsfundir – mánaðarlegir
Hópafundir – vikulegir [Heilakaffi – Faðmur o.s.frv.]Sumarferð – árleg
Leikhúsferð – árleg
Slagdagurinn – alþjóðlegur dagur
Málþing – Fimm ára fresti
Samvinna við Hjartaheill, t.d.:
Go Red átakið – alþjóðlegur dagur
Hjartadagurinn – alþjóðlegur dagur
Þá er rétt í ljósi nýrra tíma að mæta þeirri þörf sem okkar skjólstæðingar kalla á við breyttar aðstæður og eflaust getur félagið látið meira að sér kveða í þeim efnum. Það kallar á meiri mannskap í sjálfboðastarf og nokkuð meiri útgjöld af félagsins hálfu. Með því er það nú í stakk búið að skapa umhverfi til að mæta aukinni þörf, m.a. mynda aðstöðu í nýju húsnæði fyrir þjónustuaðila er sinna endurhæfingu, hvort sem er um opinbera aðila eða einkaaðila er að ræða.
Í nýrri húsnæðisaðstöðu félagsins að Síðumúla 6, 108 Reykjavík sem er í eigu SÍBS, er sér skrifstofa fyrir félagið, 4 fundarsalir, fundaraðstaða stjórnar, fundaraðstaða fyrir hópafundi, fundaraðstaða fyrir félagsfundi [30-40 manns] fundaraðstaða fyrir stærri fundir [allt að 100 manns] og getur félagið aukið samstarf sitt við landssamtök Hjartaheilla, sem einnig er með aðstöðu í húsinu.
Meginstoðir félagsins eru 11 málefnahópar sem hægt er að vísa á og Heilaheillaráðið byggist á þeim. Félagsmönnum, sem og skjólstæðingum félagsins, finnst gott að þessi málefni séu í höndum valinna aðila. Heilaheillaráðið markar hugmyndafræðina og aðalmarkmið félagsins um að vinna undir slagorðunum „Snemmtæk íhlutun um atvinnutengda endurhæfingu“. Öll starfsemi félagsins byggist á því að slagþolandi gerist skattborgari og venjulegur þátttakandi í samfélaginu eins og áður, hversu illa sem hann er farinn eftir áfallið, en ekki þiggjandi bóta og hafi það á tilfinningunni að hann sé baggi á því. Áfall er ekki endirinn og þetta er ekki búið! Lagði formaðurinn áherslu á að það hafi mikla þýðingu fyrir málefnahópa HEILAHEILLA að vera í nánu samstarfi við við aðila og nefndi í því dæmi starfsemi HHH-hópsins [Hjartaheill+Heilaheill+Hjartavernd] er væri hafin í sambandi við Menntaskólann í Kópavogi og aðra skóla.
Albert Páll Sigurðsson, Þórir Steingrímsson, Edda Þórarinsdóttir. Páll Árdal, Gunnhildur Þorsteinsdóttir og Bergur Jónsson.