Ingólfur Margeirsson látinn.

Ingólfur Margeirsson, sagnfræðingur, rithöfundur, blaðamaður o.fl. lést á heimili sínu föstudaginn 15. apríl 2011.  Ingólfur var virkur félagi í HEILAHEILL, auk þess var hann mikill og góður talsmaður þess í nokkur ár, ritaði m.a. greinar á heimasíðunni o.fl..  Ingólfur gegndi nokkrum trúnaðarstörfum fyrir félagið, sá um samskipti þess við fjölmiðla, var einn af stofnendum á útvarpi félagsins á heimasíðunni, tók þátt í kynningarferðum, var einn af frumkvöðlum að Heilakaffi, var kosinn í stjórn á þessu ári og gegndi starfi ritara þar.  Það þarf vart að kynna Ingólf frekar fyrir þjóðinni, aðrir eru til þess bærari, en HEILAHEILL stendur í mikilli þakkarskuld við hann við eflingu félagsins á undanförnum árum og vottar eiginkonu, fjölskyldu hans og vinum dýpstu samúðar.

Þeir sem vilja minnast Ingólfs og senda samúðarkort til aðstandenda, geta lagt inn á reikning félagsins á nafni hans og aðstandendum sent samúðarkort með nafni innleggsreikningseiganda. 

Frekari upplýsingar hér! 

 

        
Ingólfur Margeirsson og Þórir Steingrímsson á Akureyri 2007


Á slagdegi í vinahópi, Þórir Steingrímsson, Albert Páll Sigurðsson, Katrín Júlíusdóttir, Ingólfur Margeirsson og Edda Þórarinsdóttir.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur