Ingólfur Margeirsson, sagnfræðingur, rithöfundur, blaðamaður o.fl. lést á heimili sínu föstudaginn 15. apríl 2011. Ingólfur var virkur félagi í HEILAHEILL, auk þess var hann mikill og góður talsmaður þess í nokkur ár, ritaði m.a. greinar á heimasíðunni o.fl.. Ingólfur gegndi nokkrum trúnaðarstörfum fyrir félagið, sá um samskipti þess við fjölmiðla, var einn af stofnendum á útvarpi félagsins á heimasíðunni, tók þátt í kynningarferðum, var einn af frumkvöðlum að Heilakaffi, var kosinn í stjórn á þessu ári og gegndi starfi ritara þar. Það þarf vart að kynna Ingólf frekar fyrir þjóðinni, aðrir eru til þess bærari, en HEILAHEILL stendur í mikilli þakkarskuld við hann við eflingu félagsins á undanförnum árum og vottar eiginkonu, fjölskyldu hans og vinum dýpstu samúðar.
Þeir sem vilja minnast Ingólfs og senda samúðarkort til aðstandenda, geta lagt inn á reikning félagsins á nafni hans og aðstandendum sent samúðarkort með nafni innleggsreikningseiganda.
Frekari upplýsingar hér!
Ingólfur Margeirsson og Þórir Steingrímsson á Akureyri 2007
Á slagdegi í vinahópi, Þórir Steingrímsson, Albert Páll Sigurðsson, Katrín Júlíusdóttir, Ingólfur Margeirsson og Edda Þórarinsdóttir.