
Mánudaginn 18.04.2011 hélt formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, fyrirlestur fyrir rúmlega 100 eldriborgurum í Jónshúsi, við Strikið í Garðabæ um slag og afleiðingar þess. Eftir að hann var búinn að greina frá sinni reynslu, vísaði hann í félagið og sagði frá því hvað það stæði fyrir. Eftir fyrirlesturinn ræddi hann við fundarmenn og svaraði fyrirspurnum. Að venju var svo drukkið kaffi og spjallað.