Heilaheill á norðurlandi hélt sinn mánaðarlega súpufund þriðjudaginn 12 apríl eftir mikinn snjóavetur. Var þar margt rætt á fundinum meðal annars um sumarferð. Ákveðið að fara 18. júní í ferð á safnið á Tjörnesi (Mánárbakka) síðan til Húsavíkur til að borða og skoða safn. Í lokin á að fara á fuglasafnið sem er í Mývatnssveit.
Síðasti fundur vorsins áður en farið er í sumarfrí verður í maí, mun þá Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA koma að sunnan og vera með okkur á fundinum. Ekki er ákveðið hvar eða hvenær hann verður haldinn, verður hann auglýstur síðar. Þeir sem hafa áhuga á að koma í ferðina eru beðnir að hafa samband við Pál í síma 691-3844 sem fyrst.