 
Ingólfur Margeirsson, fyrrum stjórnarmaður HEILAHEILLA, var jarðsunginn miðvikudaginn 27. apríl 2011 af séra Hjálmari Jónssyni, í þéttsetinni Dómkirkju Reykjavíkur, við mikla viðhöfn. Viðstaddir voru Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ásamt öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Þá voru viðstaddir þingmenn, bæjar- og borgarfulltrúar.  Einnig voru fjöldinn allur af vinum Ingólfs og mátti þekkja marga samstarfsmenn hans úr fjölmiðlaheiminum, bæði fyrr og nú.  Séra Hjálmar flutti góð minningarorð og upplýsti að Ingólfur yrði jarðsettur í „Skáldareit“ í Reykholtsdal, Borgarfirði.  Þar myndi hann hvíla við hlið Snorra Sturlusonar, Guðmundar G. Hagalín og Flosa Ólafssonar.   
Minningargrein í Morgunblaðinu dags.27.04.2011 eftir Þóri Steingrímsson, formann HEILAHEILLA

