Ingólfs minnst 2011

07.05.2011

Ingólfs minnst 2011

Rétt áður en Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, sagnfræðingur, blaðamaður og fjölmiðlamaður lést, 15. apríl 2011, skipulagði hann reglulegan laugardagsfund HEILAHEILLA 7. maí 2011.  Kvað hann stjúp-tendason sinn, dr. Hjalta Má Þórisson lækni, röntgensérfræðing, er nam í USA, hafa merkilega hluti fram að færa fyrir félagsmenn.  Var það að ráði að dr. Hjalti kæmi á þennan fund og Ingólfur hlakkaði mikið til hans, en entist því miður ekki aldur til þess að sjá þessa ósk sína uppfyllta. Á þessum fundi hóf Þórir Steingrímsson,  formaður HEILAHEILLA, fundinn á því að minnast Ingólfs.  Sýnd voru sjónvarpsviðtöl við hann síðan 2005, er hann gaf út bókina sína „Afmörkuð stund“.   Þá voru lesnir kaflar úr bókinni og einnig blaðaviðtal við Lilju Ingólfsdóttur, dóttur hans.  Að lokum risu fundarmenn úr sætum í þögn í virðingarskyni.  Þá komu á fundinn Þórarinn Bjarnason og Mary Björk Sigurðardóttir og gerðu grein fyrir vinnu sinni er varðar málstol.  Dr. Hjalti Már Þórisson flutti afar merkilegt og fróðlegt erindi um tæknilegar framfarir í lækningum og síðan komu þær Særún Harðardóttir söngkona og Lilja Eggertsdóttir undirleikari og skemmti fólki með söng og undirleik.

Sjá fleiri myndir hér!                Sýndar sjónvarpsfréttamyndir á “You Tube” hér!

 

  

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur