Forslag í stað TIA?

Málþing HEILAHEILLA að Grand Hótel tókst mjög vel laugardaginn 21. maí sl., undir stjórn Guðmundar Bjarnasonar, formanns Hjartaheilla.  Minntist hann á mikilvægi samstarfs HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA og minntist m.a. á sameiginleg átök þessara félaga.  Þarna voru helstu sérfræðingar landsins í slagi, læknarnir og taugasérfræðingarnir, Albert Páll Sigurðsson og Finnbogi Jakobsson, er báðir starfa á B2, taugadeild [slagdeild–stroke team] Landspítalans, lögðu áherslu á TIA, sem er ensk skammstöfun yfir skammvinnt blóðurrðarslag, – er gæti verið undanfari slags [heilablóðfall, heilblæðingu, blóðtappa eða súrefnisþurrð af einhverju tagi] og auglýsti eftir tillögum um gott íslenskt orð yfir áfallið.  Heyrðust tillögur um orðið forslag yfir TIA.   Finnbogi ræddi m.a. um mikilvægi HEILAHEILLA og ekki síst að tekið sé upp nánara samstarf við Hjartaheill.  Sagði hann að það hafi vakið athygli meðal taugalækna og sérfræðinga að sú þróun væri í samræmi við það sem væri að gerast erlendis.  Þá talaði Ingvar Þóroddsson, endurhæfingarlæknir á Kristnesi, Eyjafirði, um mikilvæg atriði í endurhæfingu eftir slag og lagði áherslu á hreyfingu.  Eftir matarhlé var Ingólfs Margeirssonar minnst með stuttmynd.  Hafliði Ragnarsson, bakari og konfektmeistari flutti erindi sem sjúklingur um endurhæfingu. 

     Sigurður Helgason flutti kraftmikið og persónulegt erindi sem aðstandandi og þá Ingibjörg Loftsdóttir um Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.  Þá kom Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður velferðarráðherra, þar sem ráðherrann Guðbjartur Hannesson sá sér ekki fært að koma, er flutti erindi um mikilvægi HEILAHEILLA í umræðunni og minnti á kunningsskap sinn við Ingólf Margeirsson.  Þá flutti Valþór Hlöðversson, frá fjölmiðlafyrirtækinu Athygli er ræddi marga og góða möguleika fyrir HEILAHEILL til að kynna starfsemina.  Frummælendur sátu síðan pallborð í lokin og svöruðu fyrirspurnum.  

Orkupunktar fyrirlesara:

  Finnbogi Jakobsson    Hvað veit fólk um slög og TIA?   
  Ingvar Þóroddson    Hvernig er staðið að endurhæfingu slagsjúklinga?
              Ingibjörg Loftsdóttir         Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar    


  Sjá myndir frá máþinginu hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur