Heilaheill á Norðurlandi!

Ferð Heilaheilla á Norðurlandi var farin í góðu veðri laugardaginn 25.6.2011 og var ferðinni heitið að Mánárbakka til að skoða safnið Þórshamar.  Ekið var sem leið lá til Húsavíkur og þaðan haldið áfram að Mánárbakka, þar sem hjónin, Elísabet Bjarnadóttir og Aðalgeir Egilsson hafa komið upp safni.  Elísabet fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum. Þegar hún frétti hver við vorum vildi hún bjóða okkur á safnið endurgjaldslaust og kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir.  Safnið er frábært í alla staði, þau hafa  lagt mikla natni við söfnun á ýmsum  gripum bæði stórum og smáum. Þar voru ýmsir gamlir munir, margir sjaldséðir  einnig postulín og allt niður í örsmáa hluti út fiskbeinum. Var öllum boðið í kaffi/djúsog kex í lokinn eftir að hafa skoðað þetta frábæra safn.
 

       

Síðan var haldið til Húsavíkur í súpu og salat á veitingastaðnum  Sölku.   Sumir litu við í Kaðlín handverkshús sem er við hliðina á Sölku.  Eftir það var haldið upp í Mývatnssveit  að skoða fuglasafn sem er í minningu Sigurgeirs Stefánssonar  f. 31.01.1962 – d. 26.10.1999. Það var opnað við hátíðlega athöfn þann 17. ágúst 2008. Þetta safn er alveg einstakt, það vantar einungis einn fugl til að fá alla íslenska fugla. Síðan var aðeins stoppað á markaði í Reykjahlíð og litið við í Fosshól á heimleiðinni.

Komið var til Akureyrar um kl. 19 eftir ánægjulegan dag.

Sjá fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur