Fimmtudaginn14. júlí 2011 afhenti Hávarður Tryggvason, bassaleikari og „Ísfirðingur“, stjórn Hollvina Grensásdeildar allt að kr. 500.000,- til styrktar deildinni. Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar tók við fjárhæðinni við hátíðlega athöfn á deildinni með þakkarorðum. Stefán Yngvason, yfirlæknir, tók einnig til máls og þakkaði Hávarði fyrir hans framtak. Þessa fjárhæð safnaði Hávarður undir átakinu „Á rás fyrir Grensás“, með því að hjóla Vestfjarðarhringinn í lok júnímánaðar og fór rangsælis hring um þjóðvegi „neðri kjálka“ Vestfjarða, alls tæplega 700 km vegalengd. Ferðina fór Hávarður til að fagna 50 ára afmæli sínu og til að vekja athygli á átakinu. Gerði hann þetta með dyggri aðstoð fjölskyldu sinnar, Þórunni Maríu Jónsdóttur, eiginkonu ásamt tveimur börnum þeirra er „trússuðu“ ferðina.
Heilaheill hefur frá öndverðu stutt Hollvini Grensásdeildar og gegndi formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, varaformannsembætti í því félagi um nokkurt skeið. Óskar HEILAHEILL Hollvinum Grensásdeildar fyrir þetta framtak.