Þær Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sigríður Þormar, taugahjúkrunarfræðingar, félagar í HEILAHEILL, sitja í vinnuhópi á vegum HHH-hópsins [Heilaheill, Hjartaheill og Hjarta] um forvarnarstarf á vegum félaganna, – þ.á.m. í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sátu þær undirbúningsfund félaganna í Menntaskólanum í Kópavogi, m.a. með Margréti Friðriksdóttur, skólameistara, Guðrúnu Bergmann frá Hjartaheill og Bylgju Valtýsdóttur, frá Hjartavernd. Fram komu nokkrar hugmyndir í tengslum við þetta samvinnuverkefni og gera á eins mikið úr forvörninni eins og hægt er. Er stefnt á alþjóðlega Hjartadaginn 29. september 2011 og ætla kennarar í matvælageira skólanna að baka hollt og gott brauð, – er gæti verið hjartalaga. Þá er lögð áhersla á að kynna hollustuhætti í mataræði, en eins og lesendur síðunnar vita, að þá er bein tengsl á milli æða- og hjartasjúkdóma og slags.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.