Endurhæfing í áratug!

Það er ekki vonlaust, þó að það geti verið erfitt að endurhæfa sig upp úr slagi, en það fékk Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, fyrirstætan, tískudaman og arkitektinn, að reyna þegar hún fékk slag árið 2000.  Hún heimsótti reglulegan félagsfund HEILAHEILA 1. október 2011 og eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA, þá var sýnd heimildamynd Kompáss Stöðvar 2 um endurhæfingu Guðbjargar Öldu, sem er um margt athyglisverður.  Hún dreif sig í 3. ára arkitektanám í Mílanó, Ítalíu eftir slagið.  Hún lét ekkert staðar numið eftir endurhæfingu í tíu ár, heldur eignaðist hún tvíbúra fyrir u.þ.b. ári síðan er heldur henni við efnið, allt gengur vel og hún er hamingjusöm í dag.  Í haust byrjar hún á nýju starfi og horfir björtum augum á framtíðina.  Þá kom á fundinn Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, VIRK, sem starfsmannasjóður atvinnulífsins, er hefur allt frá árinu 2008 sýnt fram á marga endurhæfingarkosti til atvinnu.  Margar fyrirspurnir voru bornar fram og var erindi hennar afar fróðlegt og má sjá heimasíðu VIRK hér.  Þá las Edda Þórarinsdóttir upp úr verkum Sigurðar Pálssonar, rithöfundar og minnti fundarmenn á slagdaginn er verður laugardaginn 15.10.2011 í Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri.  Á fundinum gæddu menn sér á góðu og rómuðu kaffi og meðlæti kaffihópsins, sem hefur verið hryggjarstykki félagsins allt frá 2005.      

         

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur