Stjórnarmennirnir, Þórir Steingrímsson og Albert Páll Sigurðsson, sóttu fund norræna undirbúningshópsins innan SAFE [Stroke Alliance For Europe] í Stokkhólmi 6. október s.l.. Hugmynd af þessum hópi fæddist á málþingi/aðalfundi SAFE í Ljubljana, Slóveníu, í nóvember 2010, er Þórir og Sigurður Hjalti Sigurðarson, stjórnarmaður, sóttu. Þar stungu fulltrúar Noregs [Arne Hagen] og Svíþjóðar [Chatarina Lindgren] að við tækjum sæti í sérstökum hópi Norðurlandanna innan SAFE, til þess að þessi lönd hefðu meira vægi. Þórir fór á undirbúningsfund hópsins 6. júní sl., er lagði drög að þessum fundi. Á fundinum núna var ákveðið að hafa framhaldsvinnufund, að öllum líkindum í Kaupmannahöfn 9. janúar 2012, til þess að undirbúa málþing þessa Norðurlandahóps innan SAFE í Noregi í 26. febrúar 2012 og gera hann að veruleika.