
Laugardaginn 15.10.2011 verður SLAGDAGUR HEILAHEILLA í Kringlunni, Smáralind í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri frá kl.13-16. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu og gefin góð ráð af læknum, taugasérfræðingum og taugahjúkrunarfræðingum. Þetta er alþjóðlegur og árlegur liður félagsins til að hvetja fólk til að bregðast rétt við þegar það kennir sér slags. Eru allir velunnarar félagsins og þeir sem vilja leggja starfseminni lið og hafa áhuga á málefninu, koma í þessar verslunariðstöðvar.