
Fundur HEILAHEILLA á Norðurlandi var haldin þriðjudaginn 11. okt. á Stássinu Greifanum. Vel var mætt, horft var á myndir sem teknar voru í ferð félagsins á Norðurlandi í sumar. Allir voru ánægðir með þær og lifðu ferðina upp aftur. Þá voru einnig sýndar myndir sem teknar voru í ferðinni á síðasta ári. Fólk lýsti yfir ánægju með ferðirnar og bíður spennt eftir þeirri næstu. Eru allir hvettir til að taka þátt í starfi Norðurdeildar HEILAHEILLA og hafa samband við Pál Árdal s: 691 3844 eða gerast félagi hér á heimasíðunni.