Ingibjörg Sólrún og fleiri verða gestir á næsta laugardagsfundi og eru félagsmenn Heilaheilla og þeirra gestir hjartanlega velkomnir á áhugaverðan fund þar sem fjallað verður um endurhæfingu. Fundurinn verður haldinn, laugardaginn 5. nóvember kl 11.00–13.00 á Litla sviði BORGARLEIKHÚSSINS (gengið inn um aðaldyr) og er aðgangur ókeypis og reyndar öllum opinn. Margir góðir gestir koma fram s.s. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, Guðrún Karlsdóttir endurhæfingarlæknir, Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir, Þórunn Lárusdóttir leikkona/söngkona, Snorri Petersen viðskiptafræðingur og gítarleikari, Hjalti Rögnvaldsson, leikari o.fl..