Blóðþrýstingur var mældur á Slagdeginum á Akureyri og góð ráð gefin til þeirra sem þurftu þess við. Mikla athygli vakti málbandið sem öllum var gefið og lá sumum það mikið á að þeir mældu sig strax eða fengu hjálp við það. Vel var mætt og voru síst færri blóðþýstingsmældir en á seinasta ári. Þessi Slagdagur gekk vonum framar og eru öllum færðar bestu þakkir sem komu og lögðu hönd á plóginn.
Fundir Heilaheilla Norðurdeildar eru haldnir annan þriðjudag í hverjum mánuði á veitingarhúsinu Greifanum, Akureyri, kl. 18.
Allir velkomnir!