SAFE stækkar og eflist!

Formaður HEILHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti ráðstefnu og aðalfund  SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Búdapest, Ungverjalandi 8-12. nóvember 2011.  Enn fjölgar í samtökunum og eru þau nú 24 talsins.  Staða slagþola var meginefni ráðstefnunnar og miðað við önnur ríki stendur HEILAHEILL ekki illa. Það kom fram á ráðstefnunni að aðildarfélögin ættu að notast meira við heimasíður hvors annars og þýða efni sem hentar hverju landi fyrir sig og hér má m.a. sjá framlag Póllands á s.l. ári.  Miðað við umræðuna var lögð áhersla á að auka samskipti slagþola (stroke survivors) og stjórnvalda og marka stefnu samtakann í alþjóðlegu samstarfi, en SAFE er ekki aðili að ESB (Evrópusambandinu).  Sum ríki eru í ESB og lögðu þau áherslu á að auka samskipti SAFE og Brussels og óskuðu eftirað þau væru rædd inna aðildarfélaganna.  Á ráðstefnunni kom fram að Norðurlöndin hafi hóað sig saman innan samtakann og lýstu talsmenn framkvæmdastjórnar SAFE ánægju sinni með það starf og sögðu það til fyrirmyndar.  Hvatt var til að önnur ríki tækju þetta upp.  Bar öllum fulltrúum saman um að þessi ráðstefna væri ein hin öflugasta er samtökin hafa staðið fyrir og væru margir viðburðir fyrirhugaðir. Ráðstefnan var styrkt af General Elctric, Bayer Healthcare, Boehringer Ingelheim, Sanofi o.fl. og fulltrúar þeirra lögðu áherslu á efla gagnsæi við samskipti sín við sjúklingafélög og „sjúklingavæða“ umræðuna, en það mætti t.a.m. ekki auglýsa þau eða vörur þeirra á neinn hátt.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur