Jólabasar á laugardaginn 19. nóv.!

Í viðtali við Guðrúnu Pétursdóttur, varaformann Hollvina Grensásdeildar í Fréttablaðinu 16.11.2011 kom m.a. fram að starfsemi Grensásdeildar væri þjóðhagslega mjög arðbær.  Ræddi hún um basar HG til styktar Grensásdeildar er verður 19. nóvember frá klukkan 13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju. “Það verða þarna handunnir munir, eins og venjulega, en margt bæði fallegra og nytsamlegra en oft áður,” segir dr. Guðrún Pétursdóttir, varaformaður Hollvina Grensáss, HG, sem 19. nóvember halda jólabasar frá klukkan13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju til styrktar starfsemi Grensásdeildar. Einnig verður selt kaffi, súkkulaði og vöfflur.”

                                               
                                                    

Hvað eru Hollvinir Grensáss? “Tilgangur Hollvina Grensásdeildar er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingarstarfsemina sem fram fer á Grensásdeild eða í tengslum við þá starfsemi. Hafa margir, bæði einstaklingar, samtök og fyrirtæki, lagt HG lið með ýmsum hætti í því starfi. Sérlega minnisstæð og árangursrík í því samband er án efa landssöfnunin Á rás fyrir Grensás, sem Edda Heiðrún Backman stóð fyrir undir merkjum og með aðstoð Hollvina Grensásdeildar,” segir Guðrún. “En þessu verkefni lýkur aldrei þannig að nú er komið að þessum árlega jólabasar.”    
En hvers vegna þarf að styrkja Grensásdeildina? Er hún ekki á fjárlögum ríkisins? “Grensásdeild er miðstöð frumendurhæfingar á Íslandi fyrir fólk sem orðið hefur fyrir færniskerðingu af völdum mænuskaða, heilaskaða, fjöláverka og margvíslegra sjúkdóma,” segir Guðrún. “Aðeins þar er veitt sérhæfð teymisþjónusta á sólarhrings-, dag- og göngudeildargrunni. Um sjötíu prósent allra sjúklinga á Grensásdeild eru á vinnufærum aldri, meðalaldur þeirra er um 55 ár. Af þeim rúmlega 400 sjúklingum sem deildin útskrifar að meðaltali á ári geta að meðaltali rösklega 100 horfið til fullra starfa á ný.  En hvers vegna þarf að styrkja Grensásdeildina? Er hún ekki á fjárlögum ríkisins? “Grensásdeild er miðstöð frumendurhæfingar á Íslandi fyrir fólk sem orðið hefur fyrir færniskerðingu af völdum mænuskaða, heilaskaða, fjöláverka og margvíslegra sjúkdóma,” segir Guðrún. “Aðeins þar er veitt sérhæfð teymisþjónusta á sólarhrings-, dag- og göngudeildargrunni. Um sjötíu prósent allra sjúklinga á Grensásdeild eru á vinnufærum aldri, meðalaldur þeirra er um 55 ár. Af þeim rúmlega 400 sjúklingum sem deildin útskrifar að meðaltali á ári geta að meðaltali rösklega 100 horfið til fullra starfa á ný.
                                                                                  

Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðaltekjur einstaklinga á Íslandi árið 2010 4.908 milljónir króna og samkvæmt ríkisskattstjóra voru opinber gjöld á hvern gjaldanda sama ár um 830 þúsund krónur. Miðað við þá útreikninga nema árstekjur þeirra fyrrverandi sjúklinga, sem gátu horfið
til starfa á ný, hærri upphæð en heildarkostnaður Grensásdeildar það árið og skatttekjur ríkisins af þeim greiða upp þann kostnað á tæplega fimm og hálfu ári. Eftir það eru þeir hrein hagnaðarsköpun fyrir ríkissjóð. Það er því augljóst að starfsemi Grensásdeildar er þjóðhagslega mjög arðbær. En þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur þróunin verið sú að eftir margra ára fjársvelti og niðurskurð á góðæristímum var legurúmum fækkað um meira en þriðjung úr 40 í 26 í sparnaðarskyni árið 2009 og annarri legudeildinni af tveimur lokað. Hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum var fækkað um tólf stöðugildi og deildarstjórum um einn.”
Guðrún segir mikið hafa áunnist síðan Grensásdeildin var stofnuð árið 1973, en bæði hafi þjóðinni fjölgað mikið síðan og auk þess hafi bætt hjúkrun og aðbúnaður orðið til þess að mun fleiri nái sér eftir alvarleg áföll
en fyrrum. Það sé því orðið brýnt að bæta aðstöðuna á Grensásdeildinni, enda hafi engu verið bætt þar við frá upphafi nema einni sundlaug.”HG hafa styrkt Grensásdeild með kaupum á tækjum og útbúnaði og þjónustu fyrir deildina í gegnum tíðina. Samtökin hafa jafnframt barist fyrir yfirbyggingu bílastæðisins við aðalinngang Grensásdeildar, sem loksins er hafin og á að ljúka fyrir jól. Þetta eru framkvæmdir upp á tugi milljóna króna, fjármagnaðar að stórum hluta af HG. En aðalmarkmið samtakanna er að ný álma verði byggð við Grensásdeild, sem mundi hýsa sjúkra- og iðjuþjálfun og aðra lykilstarfsemi, sem húsnæði skortir fyrir. Það er því verðugt málefni sem ágóðinn af jólabasarnum rennur til og full ástæða til að hvetja fólk til að koma og gera góð kaup um leið og það styrkir þetta góða málefni,” segir Guðrún.
 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur