Heilaheill á Jólabasar HG

Félagar úr HEILAHEILLstóðu fyrir kynningu á félaginu á Jólabasar Hollvina Grensásdeildar laugardaginn 19. nóvember s.l..  Guðrún Pétursdóttir, varaformaður HG sagði að það hafi tekist mjög vel.  “Alveg stórkostlegur árangur af Jólabasar Hollvina Grensásdeildar.  Mikil  og góð stemning ríkti í Safnaðarheimili Grensáskirkju þegar fjöldi fólks streymdi á jólabasarinn til styrktar Grensásdeild.  Varningurinn féll í góðan jarðveg og má segja að nær hver einasti gripur hafi selst!” sagði Guðrún. “Heilu fjöllin af vöfflum og stórfljót af kaffi og kakói hurfu eins og dögg fyrir sólu og var mikill handagangur í eldhúsinu þar sem vélhjólakapparnir Baddi og Rúnar stýrðu aðgerðum. Fjöldi starfsmanna Grensásdeildar aðstoðaði” bætti hún við.

 

 

                          

                                     

                 

       

        

Guðrún vildi koma innilegum þökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn og þeirra sem gáfu fallegar vörur á basarinn. Sérstakar þakkir fá Heiðar Sigurðsson feldskeri, Ásmundur I. Þórisson garðyrkjubóndi og Edda Heiðrún fyrir höfðinglegar gjafir.  Guðrún sagði að það hafi sfnast með samhentu átaki allra 1,3 milljónir króna, – helmingi meira en áætlað hafði verið!

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur