Allt er hægt, – þrátt fyrir slagið

Göngugarpar HEILAHEILLA gengu glaðir í bragði upp frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum laugardaginn 10.12.2011. Ekki var að sjá annað að þrátt  fyrir slagið, að þá hafði það engin áhrif á þessa harðjaxla.  Þau Bolli Magnússon og Dagmar Sævaldsdóttir leiddu hópinn hress í bragði út í hríðina og allir nutu góðs af.  Ekkert er hollara en svona hreyfing fyrir slagþola og fyrir þá sen eru staðráðnir í því að láta ekki deigan síga þrátt fyrir áfallið, þá er ganga einn liður í því.  Fara hér á eftir nokkur ummæli þáttakaenda:

Sjá fleiri myndir hér!

 


   
  Dagmar Sævalds   Jóhanna   Guðmundur
                             

“Þetta var æðislegt!!
Þeir sem mættu
koma ekki til
með að gleyma þessu. 
Kaffið, hlýindin og
skemmtunin á
eftir var ekki síður!”

 

“Þetta var frábær
klukkustund og við
gengum um dalinn,
bæði upp og
miður brekkur og
ég fann hvað
þetta hafði góð
áhrif á jafnvægið,
eftir áfallið.  Megi
þetta vera oftar!”

 

“Það var alveg
frábært að taka
þátt í þessu og
þetta ætti að vera
vikulegt!”

     
Bolli Magnússon
  Damar Bjartmars   Sóley – aðstandandi
 

“Ég var mjög  ánægður
með þátttökuna, þrátt fyrir að
veðrið væri í
kaldari kantinum, – það var bara
betra og ekkert
verra þótt á móti blási.”

  

 

“Þetta var frábært,
– hressandi fyrir okkur í hópnum. 
Ég hvet
alla, bæði slagþola
og aðstandur
að vera með í
þessari frábæru endurhæfingu”

 

 

“Takk fyrir að fá að vera með”!

 

 

 

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur