HEILAHEILL á Norðurlandi hélt fund í mikilli ófærð þriðjudaginn 10. janúar 2012 í veitingahúsinu Greifanum. Vel var mætt. Sýnt var myndband sem tekið var á fundi Heilaheilla, þar sem Dr. Hjalti Már Þórisson hélt fyrirlestur um nýjustu meðferðir vegna heilablóðfalla. Vel var látið af, að fá að sjá myndband á fundinum og voru menn ánægðir með að fundurinn væri brotinn upp, ekki ,,bara” að hittast til að tala saman, heldur koma fróðleik á framfæri.
Það var búið að gera ráðstafanir til að Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla gæti verið í fjarfundarsambandi við fundarmenn og hann gæti sagt fólki frá því nýjasta sem væri á döfinni hjá stjórninni, en vegna rafmagnsleysis var það ekki hægt. Þá var Svanur Jóhannsson á Ólafsfirði í fjarfundarsambandi við hópinn og ræddi við fundarmenn. Síðan var fundi slitið og ákveðið að halda annann fund á Greifanum þriðjudaginn 14. 2. 2012. Kl. 18. Vonast er til að sem flestir komi í súpu, salat og brauð.