Nú er samstarf slagsjúklinga á Norðurlöndum að verða að veruleika og stjórnarmennirnir, Þórir Steingrímsson og Albert Páll Sigurðsson, sækja boðaða ráðstefnu í Osló 25-26 febrúar n.k., ásamt Velgerði Hermannsdóttur, hjúkrunarfræðingi, félag Hjartaheilla, í boði HEILAHEILLA. Er hér um að ræða undirbúningshóp innan SAFE [Stroke Alliance For Europe] .
Hugmynd að þessu fæddist á málþingi/aðalfundi SAFE í Ljubljana, Slóveníu, í nóvember 2010, er Þórir og Sigurður Hjalti Sigurðarson, stjórnarmaður, sóttu. Þar stungu fulltrúar Noregs [Arne Hagen] og Svíþjóðar [Chatarina Lindgren] upp á því að HEILAHEILL tæki sæti í sérstökum hópi Norðurlandanna f.h. Íslands innan SAFE, í því skyni að þessi lönd hefðu meira vægi að skilgreina „norræna velferðarkerfið“. Á undirbúningsfundi 6. júní sl. voru lögð drög að þessari ráðstefnu og verður spennandi að fylgjast með framvindu þessa máls, þar sem fjallað verður um nýja og framsækna lyfjagjöf, er stuðlar að því að koma í veg fyrir slag.