
Góður, skemmtilegur og fjölmennur „Laugardagsfundur HEILAHIELLA“ var haldinn í Síðumúla 6, Reykjavík. Eftir skýrslu formannsins var sýnd sjónvarpsupptaka af málþingi félagsins á Grand Hótel frá því í fyrra. Var það haldið í minningu Ingólfs Margeirssonar, rithöfundar, sagnfræðings og fjölmiðlamanns frá því í fyrra. Eftir það flutti dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur fyrirlestur um hollt mataræði. Þar á eftir var drukkið kaffi og síðan flutti Edda Þórarinsdóttir, Ásamt Kristjáni Hrannari Pálssyni og Helgu Þórarinsdóttur skemmtilega söngdagskrá.