
HHH-hópurinn (Hjartaheill, Heilaheill og Hjartavernd) voru með sameiginlegt átak um forvarnir í Perlunni sunnudaginn 19. febrúar 2012. Hófst átakið með fyrirlestrum lækna og sérfræðinga kl.12:00 og stóð það fram á daginn. Sýndar voru kvikmyndir um GoRed hér á Íslandi 2011 og voru margir aðilar með kynningarbása, þar sem fólk var hvatt til betra lífernis. Fundarstjóri var Edda Þórarinsdóttir, sem einnig tók lagið og undir spilaði Kristján Hrannar á píanó.
![]() |
![]() |
![]() |
|||