
Heilaheill á Norðurlandi hélt sinn mánaðarlega súpufund á Greifanum þriðjudaginn 14 marz. Vel var mætt og margt var rætt t.d. ferð Heilaheilla á Norðurlandi í sumar. Kom fram tillaga um að fara til Dalvíkur og skoða Hvol-safnið þar sem er sýning um Jóa risa, hæðsta Íslending sem vitað er um. Síðan að fara á Vesturfarasafnið á Hofsósl. Ræða á betur um ferðina á næsta fundi en hann verður þriðjudaginn 10. apríl kl.18 á Greifanum. Vonast er að sem flestir láti sjá sig sem hafa fengið slag eða hafa áhuga á að kynnast Helaheill.