Fundur Heilaheilla á Norðurlandi var haldinn þriðjudaginn 10 apríl í Greifanum á Akureyri. Vel var mætt og margt spjallað. Það var sýnt myndband um pappalöggu, en hún var af formanni Heilaheilla. Síðan var sýnt viðtal við Þórir Steingrímsson og Jón Hersir Elíasson sem var tekið árið 2006 og eftir það var sýnd stutt mynd af því þegar blóðtappi er tekin úr æð. Rætt var um ferð félagsins í sumar er verður farin til Dalvíkur. Þar ætlum við að skoða byggðasafnið að Hvoli. Síðan verður ekið sem leið liggur að Vesturfarasafninu á Hofsós. Ekki var ákveðið hvenær farið verður, það verður ákveðið á síðasta fundi vetrarins 8.maí nk. sem verður á Greifanum kl.18.00 og eru allir velkommnir!