Aðalfundur HG var haldinn í safnaðarheimili Grensáskirkju miðvikudaginn 9. maí s.l.. Á fundinn mættu Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og aðstoðarmaður hans, Anna Albertsdóttir. Fundarstjóri var Þórir Steingrímsson. Eftir skýrslu formanns og gjaldkera var öll stjórnin endurkjörin, þau Gunnar Finnsson, Guðrún Pétursdóttir, Ottó Schopka og Þórunn Þórhallsdóttir. Varamenn voru þau Baldvin Jónsson og Guðný Daníelsdóttir kosin og skoðunarmenn reikninga voru kosnir Bergur Jónsson og Ellert Skúlason. Edda Heiðrún Backman var samþykkt að vera sérlegur ráðgjafi samtakanna, einkum í málum er snerta fjáröflun og kynningu. Þá tóku þau Stefán Yngvason, yfirlæknir Grensásdeildar og Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari, til máls og þökkuðu stjórninni fyrir góð störf.