Síðasti fundur Heilaheilla Norðurlandi á þessu starfsári var haldinn á veitingahúsinu Greifanum þriðjudaginn 8. maí sl. Ákveðið var að fara í sumarferð 9. júní nk. til Dalvíkur og skoða þar Hvol sem er bygðasafn þeirra, síðan að fara til Siglufjarðar og fá sér súpu. Eftir það er áætlað að fara til Hofsósar og skoða þar Vesturfarasafnið. Leggja á af stað kl.10 að morgni og koma heim milli kl. 18-19.
Ferðin verðu þátttakendum að kostnaðarlausu, en hver og einn verður að greiða sitt viðurværi á leiðinni og aðgang að söfnunum.
Allir velunnarar eru velkomnir og þeir sem vilja fara í ferðina eru beðnir að hafa samband við Pál í síma 691-3844.
Ferðin auglýst síðar hér á síðunni og þeir vilja fylgjast með póstsendingum, m.a. um ferðina, geta skráð sig sem félaga hér og þá fá þeir fréttir frá félaginu!
Þá verður 1. fundur að loknu sumarfríi þriðjudaginn 9. október á veitingarhúsinu Greifinn.