Þiðjudaginn voru fulltrúar SAMTAUGAR, Félags MND – sjúklinga; Heilaheilla; LAUFS – Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki; MG – félags Íslands; MS – félags Íslands og Parkinsonsamtakanna á Íslandi boðaðir á samráðsfund á á Hótel Borg. Mættu fulltrúar MND félagsins, Heilaheilla og Parkinsonsamtakanna, en aðrir boðuðu forföll og skiluðu góðum kveðjum. Ræddu fundarmenn um mikilvægi að halda hópinn um hugmyndafræði sjúklingafélaganna og standa vörð um starfsemi B1 og B2, á Taugadeild Landspítalans. Þá var samkomulag SAMTAUGAR við LSH til umræðu og þóttust menn sjá sóknarfæri fyrir félögin á þeim vettvangi. Fulltrúi HEILAHEILLA greindi frá áætlun um að hafa fasta viðveru félagsins eftir 1. september á B2, eins og það hefur gert á Grensásdeild s.l. ár, með mjög góðum árangri. Var að ráði að félögin fylgdust grannt með þróun mála.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.