Þjóðin þarfa að þekkja sinn púls!

Það var fjölmenni á fyrsta fundi félagsins á þessu starfsári og flutti Þórir Steingrímsson, formaður, skýrslu um stöðuna og væntingar um starfsemina á komandi vetri.  Minnti hann á hina regluleguLaugardagsfundi félagsins; svo og þriðjudagsfundina er vörðuðu valdeflingu félagsmanna með jafningjafræðslu; gönguhópinn; viðveru á Grensásdeild; væntanlega viðveru félagsmanna á B2; samvinnu við Hjartaheill; Slagdaginn; starfsemi félagsins á Akureyri; þátttöku félagsins á norrænu og evrópsku samstarfi o.s.frv., sem hægt er að nálgast upplýsingar um í viðburðardagatali á heimasíðu félagsins.  Þá tók Edda Þórarinsdóttir, leikkona, við og skemmti fólkinu með skemmtilegum getraunaleik, ásamt Helgu Þórarinsdóttur, fiðluleikara og Kristjáni Pálssyni, píanóleikara og söngvara og kalla þau sig “Tvær á palli með einum kalli”!  Strax eftir kaffi kom sérstakur gestur fundarins Davíð O. Arnar, yfirlæknir og hjartasérfræðingur, og flutti afar fróðlegt erindi um gáttatif, en ákveðið hefur verið að það verði eitt af meginverkefnum félagsins á þessu starfsári, – að vekja almenning alvaraleg til um hugsunar að “þekkja sinn púls”!

     

Sjá fleiri myndir af fundinum hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur