
Nú er vetrarstarfið hafið hjá HEILAHEILL af fullum krafti og í fyrsta viðverutíma félagsins á Grensásdeild, sem er alla fimmtudaga frá kl. 14-16, þá gáfu margir sig á tal við þá félaga, Björn Sævar Baldursson og Guðmund Eyjólfsson. Margir slagþolendur ræddu sín áföll við þá og var létt yfir mannskapnum. Félagið er á vettvangi, ekki aðallega fyrir slaþolendur, – heldur líka fyrir aðstandendur, sem einnig gáfu sig á tal við fulltrúa félagsins. Þar sem félagið hefur núna fasta viðtalstíma á Grensásdeild frá kl.14-16 og á Taugadeild Landspítalans B2 á þriðjudögum frá kl.14-16, þá gera menn sér vonir um að það eflir tengsl sín við slagþolendur og aðstandendur þeirra.