Slagdagur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 27. október 2012 og gekk vel að vanda. Margir lögðu leið sína í Smáralind, Kringluna í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri og fengu leiðbeiningar frá hjúkrunarfræðingum og læknum hvernig hver og einn getur tekið á sér púlsinn og þekkt hann. Lögð var áhersla á gáttatifið, hjartagalla, er getur leitt til slags. Þetta er í samræmi við sem er að gerast í Evrópu, þar sem menn telja að næsti faraldur verði gáttatifið. Er lögð áhersla á gott líferni og heilbrigðan lífsstíl.
Þessi er dagur er alþjóðlegur og er haldinn í þessum mánuði. Þetta er framlag félagsins í því átaki.
Er öllum þeim, erlögðu sitt af mörkum til að gera þennan dag sem veglegastan, þakkað sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf.