Öllum landsmönnum gefst kostur á að skemmta sér á laugardagsmorguninn 3. nóvember kl.11-13 í Borgarleikhúsinu og horfa jafnframt með skemmtilegum augum á alvöru lífsins. Þarna koma fram landsfrægir skemmtikraftar, svo og þekktir einstaklingar úr samfélaginu, sem deila reynslu sinni af slagi og horfa til bjartarar framtíðar. Stefnt er að því að hafa dagskrána ekki lengi en auglýst er og eru þeir sem ætla sér á þennan skemmtilega fund, eru beðnir um að koma tímanlega.
Boðið verður upp á kaffisopa og gestir og gangandi hafa tækifæri á að ræða við “slagþola” og aðstandendur þeirra.