Nóvemberfundur HEILAHEILLA 2012

Góður “Nóvemberfundur” HEILAHEILLA var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Borgarleikhúsinu. Á dagskrá voru, eftirsetningu Þóris Steingrímssonar formanns, þau Edda Þórarinsdóttir, Kristján Hrannar, Páll Einarsson, RAX [Ragnar Guðni Axelsson], Dr. Sólveig Jónsdóttir, Ómar Ragnarsson, Magnús Ólafsson og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra.

Eftir að hafa horft á listræn afrek RAX ljósmyndara,  kvikmynd og myndasafn, hafði Þórir viðtal við hann um slagið og framtíðina.  Dr. Sólveig hélt svo erindi um þreytuna og Katrín hélt því fram í ræðu sinni að gert væri of lítið úr henni, mættu atvinnurekendur t.d. huga meir að aðstæðum slagþolenda er kæmu aftur til starfa.  Ómar og Magnús héldu svo uppi fjörinu eins og við var að búast.  Í hléi var fundarmönnum boðið upp á “kaffi og kleinur” og var gerður góður rómur að og héldu fundarmenn síðan ánægðir og fróðari heim.

Margir nýir félagar tóku þátt í starfi félagsins á fundinum og eiga allir miklar þakkir skilið fyrir framtak sitt. Horft er fram á veginn og blásið var til nýrrar sóknar er varðar endurhæfingu eftir slag [heilablóðfall]!

 

   

       

 

Sjá fleiri myndir hér!


Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur