Heilaheill á Norðurlandi hélt upp á slagdaginn 27. október 2012 á Glerártorgi, Akureyri og var mikill hugur í mönnum. Margir komu í blóðþrýstingsmælingu og spjölluðu við félaga, lækna og hjúkrunarlið, þar á meðal Lilli klifurmús, er vakti mikla kátínu. Það kom í ljós að nokkrir þeir er komu höfðu fengið slag, heilablóðfall, en vissu ekki um félagskap, eins og HEILAHEILL, – er væri sérstaklega fyrir fólk er fengið hafði slag. Lýstu þeir vilja sínum að efla félagið og koma á næsta fund þess þriðjudaginn 13. nóvember kl.18:00 í Stássinu, Greifanum á Glerárgötu. Eru allir Norðanmenn hvattir að mæta í góðum vinahóp.