
Fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, Fríða Bragadóttir fyrir hönd Laufs, Þórir Steingrímsson fyrir hönd Heilaheilla og Guðjón Sigurðsson, fyrir hönd MND félagsins, hittust á boðuðum fundi mánudaginn 19.11.2012 á 9. hæð að Hátúni 10b. Vitnað var í ríkjandi samkomulag er undirritað var á milli SAMTAUGAR og LSH 20. desember 2005, að viðstöddum þáverandi heilbrigðisráðherra, Jóni Kristjánssyni. Þá voru málefni taugadeildar spítalans tekin fyrir og rædd. Áhyggjum var lýst er varðar skort á tækjum til flogaveikragreiningar og taugalæknum á spítalanum. Voru fundarmenn sammála um að beita þessu samkomulagi og var Fríðu, f.h. Laufs, falið að leiðaumræðuna um stöðu flogaveikra innan spítalans og koma boðum á framfæri við yfirstjórn hans samkvæmt samkomulaginu.